„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 16:31 Murray var jafn góður í síðari hálfleik og hann var slakur í þeim fyrri. Jeff Bottari/Getty Images Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Sjá meira
Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Sjá meira