Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 13:31 Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir þolendur vændis oft upplifa skeytingaleysi í samfélaginu. Stöð 2/Einar Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. Mikil umræða hefur skapast um vændi á undanförnum árum en markmið málþingsins er að varpa ljósi á skuggahliðar vændis og þeirra þátta sem liggja að baki að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóti. „Það sem að kannski býr að baki hjá okkur hjá Stígamótum er í raun að gera skaðlegar afleiðingar vændis sýnilegar vegna þess að konurnar sem koma til okkar vegna vændis, þær upplifa oft ákveðið skeytingarleysi í samfélaginu um þær afleiðingar sem þær eru að upplifa í kjölfar vændis,“ segir Steinunn. Þær kenni sér gjarnan sjálfar um hvernig fór, þær hafi valið að fara í vændi og þannig sé það einhvern veginn þeim að kenna. Það sé þó Stígamótum ljóst að ekki hafi verið um raunverulegt val að ræða. „Þetta var tilkomið vegna fátæktar og annars alvarlegs ofbeldis sem þær höfðu orðið fyrir á yngri árum og við teljum það mikilvægt fyrir brotaþola alls ofbeldis þegar þeir eru að vinna úr sinni vanlíðan, að samfélagið viðurkenni ofbeldið og sýni því skilning hverjar afleiðingarnar eru,“ segir Steinunn. Fjallað var ítarlega um vændi og kynlífsvinnu á Íslandi í Kompás. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. 92 prósent höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Tilefni málþingsins er einnig útgáfa bókarinnar Venjulegar konur fyrr á árinu en þar er greint frá sögum nokkra kvenna sem eru brotaþolar vændis. Þá hafa nýverið komið út niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna um vændi, þar á meðal frá Stígamótum þar sem bornar voru saman afleiðingar hjá þolendum vændis við afleiðingar þolenda annarra kynferðisbrota. Við rannsóknina var sjónum beint að þeim þolendum vændis sem leituðu til Stígamóta á árunum 2013 til 2021 en af þeim ríflega 3.100 þolendum kynferðisofbeldis sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á tímabilinu voru 132 þolendur vændis. Meðal helstu niðurstaðna rannsóknarinnar eru að rúmlega sextíu prósent þolenda vændis sem leitað hafi til Stígamóta hafi reynt að fremja sjálfsvíg og eru líklegri en þolendur annars kynferðisofbeldis til að kljást við sjálfskaða, átröskun og líkamlega verki. Þá hafi þolendur vændis í 92 prósent tilfella orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi og áttatíu prósent voru yngri en átján ára þegar fyrst var brotið á þeim. 76 prósent hafi verið nauðgað, tæp 46 prósent beitt sifjaspellum, rúm 25 prósent orðið fyrir hópnauðgun og rúm 26 prósent fyrir lyfjanauðgun. Greint var frá niðurstöðunum að hluta til í Kompás fyrr á árinu. Aðallega íslenskar konur Þarna er aðeins um að ræða þær konur sem leituðu til Stígamóta en í raun eru þolendur vændis líklega mun fleiri. Að sögn Steinunnar er það áberandi í tölum þeirra að konurnar sem leita þangað séu í langflestum tilfellum íslenskar. „Við vitum samt alveg að á Íslandi er líka stórt hlutfall af konum í vændi af erlendu bergi brotnar. Við greinilega náum ekki vel til þeirra og ég held að enginn annar geri það, þannig að við erum alveg pottþétt með hópa sem ekki leita hingað,“ segir Steinunn og nefnir til að jaðarsetta hópa á borð við konur með virkan fíknivanda, mansalsfórnarlömb og svo framvegis. „Þetta er svo gríðarlega skaðlegt fyrir konurnar sem eru í þessari stöðu þannig það er ótrúlega mikilvægt að taka almennilega á þessum vanda og einhvern veginn auka skilning bæði almennings, stofnana og stjórnvalda á því hvað þarf að vera til staðar fyrir konur í þessari stöðu,“ segir Steinunn. Gefa konum og líkamspörtum einkunnir á spjallborði Þó að málþingið í dag fjalli mest megnis um þolendur vændis er spjótum einnig beint að gerendum með aðstoð lögreglu, sem eru fyrir utan þolendur kannski þeir einu sem vita eitthvað um fólkið sem kaupir vændir og milligönguaðila. Hulda Elsa Björvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður því með erindi um meðferð vændiskaupamála hjá lögreglu en í þætti Kompás fyrr á árinu kom fram að 39 slík mál hefðu komið til lögreglu árið 2021. Í langflestum tilfellum á undanförnum árum var rannsókn þó hætt áður en kom til sektar- eða ákærumeðferðar. Vísir/Rúnar „Og til að setja enn meiri fókus á gerendurnar þá ætlum við líka að sýna myndband þar sem verða sýndar tilvitnanir í þessa menn þar sem þeir eru að skiptast í rauninni á einkunnum um konur í vændi á spjallborði sín á milli. Þar sjáum við bara hvernig skýrasta mynd hlutgervingar á konum birtist þegar það er talað um þær eins og hlyti til sölu og verið að gefa ákveðnum líkamspörtum einkunnir og svo framvegis,“ segir Steinunn. Þá eru það ekki aðeins mennirnir sem kaupa vændi sem beita ofbeldi. Alls búa Stígamót yfir upplýsingum um 28 ofbeldismenn sem voru milligönguaðilar um vændi, mest megnis íslenskir karlmenn og í flestum tilfellum menn með tengsl við brotaþolann, en rannsóknin sýnir að þeir beiti gjarnarn brotaþola miklu ofbeldi. Málþingið fer fram í Iðnó og stendur yfir til klukkan 17 í dag en upptaka verður aðgengileg á heimasíðu Stígamóta á næstu dögum. Vændi Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vændi á undanförnum árum en markmið málþingsins er að varpa ljósi á skuggahliðar vændis og þeirra þátta sem liggja að baki að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóti. „Það sem að kannski býr að baki hjá okkur hjá Stígamótum er í raun að gera skaðlegar afleiðingar vændis sýnilegar vegna þess að konurnar sem koma til okkar vegna vændis, þær upplifa oft ákveðið skeytingarleysi í samfélaginu um þær afleiðingar sem þær eru að upplifa í kjölfar vændis,“ segir Steinunn. Þær kenni sér gjarnan sjálfar um hvernig fór, þær hafi valið að fara í vændi og þannig sé það einhvern veginn þeim að kenna. Það sé þó Stígamótum ljóst að ekki hafi verið um raunverulegt val að ræða. „Þetta var tilkomið vegna fátæktar og annars alvarlegs ofbeldis sem þær höfðu orðið fyrir á yngri árum og við teljum það mikilvægt fyrir brotaþola alls ofbeldis þegar þeir eru að vinna úr sinni vanlíðan, að samfélagið viðurkenni ofbeldið og sýni því skilning hverjar afleiðingarnar eru,“ segir Steinunn. Fjallað var ítarlega um vændi og kynlífsvinnu á Íslandi í Kompás. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. 92 prósent höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Tilefni málþingsins er einnig útgáfa bókarinnar Venjulegar konur fyrr á árinu en þar er greint frá sögum nokkra kvenna sem eru brotaþolar vændis. Þá hafa nýverið komið út niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna um vændi, þar á meðal frá Stígamótum þar sem bornar voru saman afleiðingar hjá þolendum vændis við afleiðingar þolenda annarra kynferðisbrota. Við rannsóknina var sjónum beint að þeim þolendum vændis sem leituðu til Stígamóta á árunum 2013 til 2021 en af þeim ríflega 3.100 þolendum kynferðisofbeldis sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á tímabilinu voru 132 þolendur vændis. Meðal helstu niðurstaðna rannsóknarinnar eru að rúmlega sextíu prósent þolenda vændis sem leitað hafi til Stígamóta hafi reynt að fremja sjálfsvíg og eru líklegri en þolendur annars kynferðisofbeldis til að kljást við sjálfskaða, átröskun og líkamlega verki. Þá hafi þolendur vændis í 92 prósent tilfella orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi og áttatíu prósent voru yngri en átján ára þegar fyrst var brotið á þeim. 76 prósent hafi verið nauðgað, tæp 46 prósent beitt sifjaspellum, rúm 25 prósent orðið fyrir hópnauðgun og rúm 26 prósent fyrir lyfjanauðgun. Greint var frá niðurstöðunum að hluta til í Kompás fyrr á árinu. Aðallega íslenskar konur Þarna er aðeins um að ræða þær konur sem leituðu til Stígamóta en í raun eru þolendur vændis líklega mun fleiri. Að sögn Steinunnar er það áberandi í tölum þeirra að konurnar sem leita þangað séu í langflestum tilfellum íslenskar. „Við vitum samt alveg að á Íslandi er líka stórt hlutfall af konum í vændi af erlendu bergi brotnar. Við greinilega náum ekki vel til þeirra og ég held að enginn annar geri það, þannig að við erum alveg pottþétt með hópa sem ekki leita hingað,“ segir Steinunn og nefnir til að jaðarsetta hópa á borð við konur með virkan fíknivanda, mansalsfórnarlömb og svo framvegis. „Þetta er svo gríðarlega skaðlegt fyrir konurnar sem eru í þessari stöðu þannig það er ótrúlega mikilvægt að taka almennilega á þessum vanda og einhvern veginn auka skilning bæði almennings, stofnana og stjórnvalda á því hvað þarf að vera til staðar fyrir konur í þessari stöðu,“ segir Steinunn. Gefa konum og líkamspörtum einkunnir á spjallborði Þó að málþingið í dag fjalli mest megnis um þolendur vændis er spjótum einnig beint að gerendum með aðstoð lögreglu, sem eru fyrir utan þolendur kannski þeir einu sem vita eitthvað um fólkið sem kaupir vændir og milligönguaðila. Hulda Elsa Björvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður því með erindi um meðferð vændiskaupamála hjá lögreglu en í þætti Kompás fyrr á árinu kom fram að 39 slík mál hefðu komið til lögreglu árið 2021. Í langflestum tilfellum á undanförnum árum var rannsókn þó hætt áður en kom til sektar- eða ákærumeðferðar. Vísir/Rúnar „Og til að setja enn meiri fókus á gerendurnar þá ætlum við líka að sýna myndband þar sem verða sýndar tilvitnanir í þessa menn þar sem þeir eru að skiptast í rauninni á einkunnum um konur í vændi á spjallborði sín á milli. Þar sjáum við bara hvernig skýrasta mynd hlutgervingar á konum birtist þegar það er talað um þær eins og hlyti til sölu og verið að gefa ákveðnum líkamspörtum einkunnir og svo framvegis,“ segir Steinunn. Þá eru það ekki aðeins mennirnir sem kaupa vændi sem beita ofbeldi. Alls búa Stígamót yfir upplýsingum um 28 ofbeldismenn sem voru milligönguaðilar um vændi, mest megnis íslenskir karlmenn og í flestum tilfellum menn með tengsl við brotaþolann, en rannsóknin sýnir að þeir beiti gjarnarn brotaþola miklu ofbeldi. Málþingið fer fram í Iðnó og stendur yfir til klukkan 17 í dag en upptaka verður aðgengileg á heimasíðu Stígamóta á næstu dögum.
Vændi Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira