Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 11:11 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, var fljótur að hugsa þegar hækjur hans duttu í gólfið úr ræðustól á Alþingi í dag. Skjáskot Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín. Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín.
Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira