Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:23 Pósthúsið á Kópaskeri hefur verið til húsa við Bakkagötu (niðri til vinstri). Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu. Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.
Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30