Beinir því til dómsmálaráðherra að taka lögræðislög til athugunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:53 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til dómsmálaráðherra að taka til athugunar hvort rétt kunni að vera að skýra betur persónulegan rétt lögræðissviptra til kæru og aðkomu náinna aðstandenda að málefnum lögræðissviptra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira