Biðla til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:45 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað. Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“ Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43