Sport

Snoop Dogg sendi Steelers skýr skilaboð: „Rektu þennan fávita“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Snoop Dogg er stuðningsmaður Pittsburgh Steelers.
Snoop Dogg er stuðningsmaður Pittsburgh Steelers. Mynd/Twitter

Rapparinn Snoop Dogg skráði sig inn í NFL-umræðuna um helgina þar sem hann lét sóknarþjálfara Pittburgh Steelers heyra það á tandurhreinni ensku.

„Pittsburgh Steelers þurfa nýjan fjárans sóknarþjálfara (e. offensive coordinator), þessi gæi er hörmung,“ sagði Snoop Dogg í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlum.

„Coach Tomlin [Mike Tomlin, þjálfari Steelers], þetta er Snoop, rektu þennan fávita og fáðu inn almennilegan sóknarþjálfara,“ bætti Snoop við.

Klippa: Lokasóknin: Skilaboð frá Snoop

Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingar Lokasóknarinnar, vildu þó meina að sóknarþjálfaranum, Matt Canada, væri vorkunn þar sem hann væri að vinna með leikstjórnandanum Mitch Trubisky.

„Það er Trubisky out,“ sagði Henry Birgir og Eiríkur tók undir: „Hann er að vinna með Trubisky, við hverju býst hann eiginlega?“

Þetta kómíska atvik og ummæli rapparans má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×