Íslenska stoltið Eva María Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 15:01 Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Eva María Jónsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun