Telur sölu Orkunnar á jarðefnaeldsneyti og rafmagni verða jafna á næstu árum

Hlutfallið milli sölu á jarðefnaeldsneyti og raforku til að knýja bílaflotann verður jafnt á næstu árum, að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar. Í gær var tilkynnt um að Orkan hefði fest kaup á ríflega þriðjungshlut í raforkusalanum Straumlind.