Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 11:05 Gerð verður tilraun til að fella hina vindmylluna í Þykkvabæ með því að saga hana niður í dag. Vísir/Arnar Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar. Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16