Rekinn vegna auglýsingar: „Ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 13:00 Brian Laudrup á ströndinni í Dúbaí í auglýsingunni sem leiddi til brottrekstrar hans. skjáskot/youtube Danska fótboltagoðsögnin Brian Laudrup hefur misst starf sitt hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, sem og hjá Politiken, eftir að hafa tekið þátt í að auglýsa borgina Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú. Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú.
Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira