Eldur kom upp í þaki Lava Show Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 20. september 2022 06:46 Frá aðgerðum slökkviliðsins í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30. Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30.
Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira