„Var ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik og bað liðið afsökunar í hálfleik“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. september 2022 21:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaleik 16. umferðar Bestu deildar kvenna. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú en fannst frammistaða Stjörnunnar ekki frábær. „Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira