Ert þú Ljósberi? Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun