Best að hafa markmið um sigur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. september 2022 19:11 Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðsglaupsins árið 2022. BAKGARÐSHLAUPIÐ/GUMMI FT Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra. „Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00
Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18