Sport

Kristján Svanur Ey­munds­son er sigur­vegari eftir 214 kíló­metra

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Marlena Radiziszewska (t.v.) og Kristján Svanur Eymundsson.
Marlena Radiziszewska (t.v.) og Kristján Svanur Eymundsson. Bakgarðshlaupið/Gummi FT

Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar.

Bakgarðshlaupinu er nú lokið en það hófst klukkan níu í gærmorgun við Elliðavatn. Meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir í hlaupið. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. 

Sjö manns luku 24 hringjum í hlaupinu en skipuleggjendur hlaupsins sögðu það vera met.

Með sigrinum hefur Kristján unnið sér inn þátttökurétt í landsliðinu í bakgarðshlaupum. Þegar hann er spurður af skipuleggjendum eftir hlaupið hvernig það leggist í hann virðist hann óviss um hvort hann muni þiggja sætið.

Marlena Radiziszewska lenti í öðru sæti en hún hljóp 31 hring.


Tengdar fréttir

Píptest fyrir lengra komna

Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari.

Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“

Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×