Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2022 16:20 Jakob Snær Árnason var hetja KA manna í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Val. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
„Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn