Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 10:13 Plútó drekkur hér vatn úr búri sínu, sem er orðið heldur lítið fyrir kallinn að sögn eigandans. Hann ætlar að kaupa stærra búr undir Plútó, sem er kornsnákur. Þeir stækka hratt og geta orðið allt að eins og hálfs metra langir. vísir/einar Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald. Dýr Gæludýr Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald.
Dýr Gæludýr Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira