Karlmaður sem beit dyravörð undi ekki dómnum eftir allt saman Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2022 16:30 Landsréttur vísaði áfrýjun mannsins frá. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem í fyrra var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bíta dyravörð hætti við að una dómnum nokkrum dögum eftir því að dómurinn var birtur honum. Áfrýjun mannsins var vísað frá í Landsrétti. Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Í mars árið 2021 var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið dyravörð í vinstri upphandlegg svo dyravörðurinn hlaut opið sár. Dyravörðurinn var að reyna að vísa manninum út þegar hann var bitinn. Kvartað hafði verið yfir honum á veitingastað í Reykjavík og ætluðu dyraverðir staðarins að henda honum út. Þá kom til átaka milli þeirra og beit maðurinn einn dyravarðanna. Í kjölfar bitsins var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu þar til daginn eftir. Kvaðst einungis hafa nartað, ekki bitið Við skýrslutöku sagðist maðurinn hafa verið ósáttur með afskipti dyravarðanna og brugðist illa við því. Hann kannaðist ekki við að hafa bitið manninn en viðurkenndi að hann „nartaði rétt í hann“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um bitið. Fyrir dómi útskýrði hann bitið aðeins nánar og sagðist aftur einungis hafa rétt nartað í handlegg mannsins. Hann hafi alls ekki læst eða bitið tönnunum og rétt snert dyravörðinn. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bitið. Hann var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms og var hann því birtur honum rúmlega tveimur vikum síðar. Undi dómnum en hætti síðan við Er dómurinn var birtur honum skrifaði hann undir blað sem á stóð „Ég uni dómi” en blaðið var einnig undirritað af birtingarmanni og fært með stimpli á endurrit dómsins. Stuttu síðar lýsti verjandi mannsins yfir því við ríkissaksóknara að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Ríkissaksóknari svaraði því erindi og sagði að árásarmaðurinn hafi með undirskrift sinni fallið frá rétti sínum til áfrýjunar. Verjandi hans ítrekaði kröfu sína og gaf ríkissaksóknari í kjölfarið út áfrýjunarstefnu en krafðist þess að málinu yrði vísað frá Landsrétti. Landsréttur varð við kröfu ríkissaksóknara og vísaði áfrýjuninni frá. Rétturinn taldi að maðurinn hafði ekki hnekkt því sem fram kæmi í birtingarvottorðinu og því hafi hann í raun og veru afsalað rétti sínum til málskots.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira