Þjóðtunga á köldum klaka Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 16. september 2022 12:00 „Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það. Grein Spinei vekur verðuga athygli á þeirri brýnu þörf sem orðin er á því að bæta móttöku fólks af erlendum uppruna og styðja það til þátttöku í samfélaginu. Í því sambandi er góð og markviss íslenskukennsla lykilatriði, því ekki er nóg að henda fólki inn í 50 tíma grunnnámskeið og ætlast svo til að það spjari sig sjálft án eftirfylgni. Tryggja þarf gott framboð viðeigandi íslenskukennslu í framhaldinu, til að styrkja orðaforða og gera fólki kleift að stunda störf og nám á íslensku. Þeirri íslenskukennslu sem Spinei stóð til boða við komuna til landsins lýsir hún sem málfræði sem hún segir að hafi verið „kennd illa og af áhugaleysi”, byggða á úreltu kennsluefni. Síðan bætir höfundur við „það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku.” Háskólinn á Bifröst ryður braut Hér er vert að staldra við. Háskóli Íslands er nefnilega ekki eini háskólinn sem býður erlendum nemendum íslenskunám – það gerir Háskólinn á Bifröst einnig, en þar er munur á. Fyrir tveimur árum tók Háskólinn á Bifröst upp þá nýjung að þróa nám í íslensku fyrir erlenda nemendur, ekki akademískt nám heldur tungumálanám, í því skyni að styðja þá og þjálfa til þátttöku í samfélaginu. Þetta nýja námsframboð tekur við af byrjendakennslunni sem símenntunarstöðvarnar veita. Það fer fram í háskólagáttinni, en hún býr nemendur undir grunnnám á háskólastigi við allar deildir Háskólans á Bifröst. Námið er skipulagt þannig að nemendur í fullu námi ljúka því á einu skólaári, en geta valið að taka það á lengri tíma, til dæmis samhliða vinnu. Grunnhugmyndin að baki er sú að mæta nemendum af erlendum uppruna þar sem þeir eru – með tilliti til þarfa þeirra og aðstæðna. Þess vegna er námið boðið í fjarkennslu með staðlotum, því vinnandi fólk á þess yfirleitt ekki kost að beygja sig undir stíft skipulag í staðnámi. Ókeypis íslenskunám? Þessa dagana ríður húsum sú dægurþræta hvort íslenskukennsla fyrir fólk með annað móðurmál skuli verða liður í kröfugerð verkalýðsfélaga eða ekki, og er spjótum beint í ýmsar áttir, aðallega að einu stéttarfélagi. Fólk af erlendum uppruna þarf sannarlega að geta gengið til starfa í íslensku málsamfélagi og aðlagast því. Þeir hagsmunir varða þó fleiri en stéttarfélögin, því allur vinnumarkaðurinn á mikið undir, ekki síst atvinnurekendur, og samfélagið í heild sinni. Sú hugmynd að fólk eigi þess kost að læra íslensku í vinnutímanum er gott innlegg í þá umræðu. En betur má ef duga skal. Æskilegast væri að bjóða fólki þetta nám sér að kostnaðarlausu, eða mikið niðurgreitt. Í raun ætti það að vera grunnkrafan, óháð því á hvaða tímum sólarhringsins námið er stundað. Ókeypis eða vel niðurgreidd íslenskukennsla væri trúverðugur vitisburður um að stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins væri alvara með að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið inn í íslenskt samfélag. Vel heppnuð aðlögun að íslensku samfélagi er allra hagur og „allir vinna”. Vinnumarkaðurinn, einstaklingarnir sem njóta námsins, og síðast en ekki síst myndi íslensk tunga njóta góðs af því að fleiri tali hana. Ekki vörn heldur sókn Ábyrgðin í þessu máli liggur víða, ekki síst hjá stjórnvöldum, en skóla- og fræðasamfélagið sem slíkt hefur líka skyldur í þessu sambandi. Þar hefur stundum orðið þverbrestur, því að á síðustu árum hafa ýmsir áhugamenn um íslenska tungu orðið skotspónn áskanana – innan úr fræðasamfélaginu – um þjóðrembu og málfarslegt yfirlæti. Er nóg komið af svo góðu, því nú þarf allar hendur til verka. Íslensk tunga þarf ekki á því að halda að unnendur hennar haldi aftur af sér. Um það vitnar sjónmengunin af auglýsingaskiltum og textum á ensku, sama hvert litið er og inn á hvaða veitingahús sem gengið er. Víðast hvar er íslenskan að kafna undir ofurþunga enskunnar og innreið hennar inn í hvern krók og kima málsamfélags okkar. Við þessu verðum við að sporna. Það er skylda okkar allra sem tölum og eigum þetta tungumál – þetta ómetanlega menningarverðmæti – að gæta þess, efla það og rækta með ráðum og dáð. Veldur hver á heldur. Liður í endurreisn íslenskunnar væri að virkja íslenska málstefnu, raungera hana og fylgja eftir í reynd til dæmis með hertri löggjöf. Ekki síst þarf þó að stórefla framboð á viðeigandi íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, því að kostnaðarlausu. Háskólinn á Bifröst gæti sem best verið móðurskóli þannig námsframboðs. Til þess hefur hann alla burði og verðmæta þekkingu eftir þróunarstarf sitt á þessu sviði undanfarin ár. Við stöndum á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðtungu okkar. Sú stund er runnin upp að hver og einn líti í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar hvort við viljum yfirleitt eiga móðurmál til framtíðar. Sé svarið við þeirri spurning játandi, þá er ekki seinna vænna að hefjast handa í sókn fyrir hönd íslenskunnar, því eins og staðan er orðin, þá er sókn ekki aðeins besta heldur eina vörnin. Höfundur er þjóðfræðingur og forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Íslensk tunga Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það. Grein Spinei vekur verðuga athygli á þeirri brýnu þörf sem orðin er á því að bæta móttöku fólks af erlendum uppruna og styðja það til þátttöku í samfélaginu. Í því sambandi er góð og markviss íslenskukennsla lykilatriði, því ekki er nóg að henda fólki inn í 50 tíma grunnnámskeið og ætlast svo til að það spjari sig sjálft án eftirfylgni. Tryggja þarf gott framboð viðeigandi íslenskukennslu í framhaldinu, til að styrkja orðaforða og gera fólki kleift að stunda störf og nám á íslensku. Þeirri íslenskukennslu sem Spinei stóð til boða við komuna til landsins lýsir hún sem málfræði sem hún segir að hafi verið „kennd illa og af áhugaleysi”, byggða á úreltu kennsluefni. Síðan bætir höfundur við „það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku.” Háskólinn á Bifröst ryður braut Hér er vert að staldra við. Háskóli Íslands er nefnilega ekki eini háskólinn sem býður erlendum nemendum íslenskunám – það gerir Háskólinn á Bifröst einnig, en þar er munur á. Fyrir tveimur árum tók Háskólinn á Bifröst upp þá nýjung að þróa nám í íslensku fyrir erlenda nemendur, ekki akademískt nám heldur tungumálanám, í því skyni að styðja þá og þjálfa til þátttöku í samfélaginu. Þetta nýja námsframboð tekur við af byrjendakennslunni sem símenntunarstöðvarnar veita. Það fer fram í háskólagáttinni, en hún býr nemendur undir grunnnám á háskólastigi við allar deildir Háskólans á Bifröst. Námið er skipulagt þannig að nemendur í fullu námi ljúka því á einu skólaári, en geta valið að taka það á lengri tíma, til dæmis samhliða vinnu. Grunnhugmyndin að baki er sú að mæta nemendum af erlendum uppruna þar sem þeir eru – með tilliti til þarfa þeirra og aðstæðna. Þess vegna er námið boðið í fjarkennslu með staðlotum, því vinnandi fólk á þess yfirleitt ekki kost að beygja sig undir stíft skipulag í staðnámi. Ókeypis íslenskunám? Þessa dagana ríður húsum sú dægurþræta hvort íslenskukennsla fyrir fólk með annað móðurmál skuli verða liður í kröfugerð verkalýðsfélaga eða ekki, og er spjótum beint í ýmsar áttir, aðallega að einu stéttarfélagi. Fólk af erlendum uppruna þarf sannarlega að geta gengið til starfa í íslensku málsamfélagi og aðlagast því. Þeir hagsmunir varða þó fleiri en stéttarfélögin, því allur vinnumarkaðurinn á mikið undir, ekki síst atvinnurekendur, og samfélagið í heild sinni. Sú hugmynd að fólk eigi þess kost að læra íslensku í vinnutímanum er gott innlegg í þá umræðu. En betur má ef duga skal. Æskilegast væri að bjóða fólki þetta nám sér að kostnaðarlausu, eða mikið niðurgreitt. Í raun ætti það að vera grunnkrafan, óháð því á hvaða tímum sólarhringsins námið er stundað. Ókeypis eða vel niðurgreidd íslenskukennsla væri trúverðugur vitisburður um að stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins væri alvara með að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið inn í íslenskt samfélag. Vel heppnuð aðlögun að íslensku samfélagi er allra hagur og „allir vinna”. Vinnumarkaðurinn, einstaklingarnir sem njóta námsins, og síðast en ekki síst myndi íslensk tunga njóta góðs af því að fleiri tali hana. Ekki vörn heldur sókn Ábyrgðin í þessu máli liggur víða, ekki síst hjá stjórnvöldum, en skóla- og fræðasamfélagið sem slíkt hefur líka skyldur í þessu sambandi. Þar hefur stundum orðið þverbrestur, því að á síðustu árum hafa ýmsir áhugamenn um íslenska tungu orðið skotspónn áskanana – innan úr fræðasamfélaginu – um þjóðrembu og málfarslegt yfirlæti. Er nóg komið af svo góðu, því nú þarf allar hendur til verka. Íslensk tunga þarf ekki á því að halda að unnendur hennar haldi aftur af sér. Um það vitnar sjónmengunin af auglýsingaskiltum og textum á ensku, sama hvert litið er og inn á hvaða veitingahús sem gengið er. Víðast hvar er íslenskan að kafna undir ofurþunga enskunnar og innreið hennar inn í hvern krók og kima málsamfélags okkar. Við þessu verðum við að sporna. Það er skylda okkar allra sem tölum og eigum þetta tungumál – þetta ómetanlega menningarverðmæti – að gæta þess, efla það og rækta með ráðum og dáð. Veldur hver á heldur. Liður í endurreisn íslenskunnar væri að virkja íslenska málstefnu, raungera hana og fylgja eftir í reynd til dæmis með hertri löggjöf. Ekki síst þarf þó að stórefla framboð á viðeigandi íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, því að kostnaðarlausu. Háskólinn á Bifröst gæti sem best verið móðurskóli þannig námsframboðs. Til þess hefur hann alla burði og verðmæta þekkingu eftir þróunarstarf sitt á þessu sviði undanfarin ár. Við stöndum á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðtungu okkar. Sú stund er runnin upp að hver og einn líti í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar hvort við viljum yfirleitt eiga móðurmál til framtíðar. Sé svarið við þeirri spurning játandi, þá er ekki seinna vænna að hefjast handa í sókn fyrir hönd íslenskunnar, því eins og staðan er orðin, þá er sókn ekki aðeins besta heldur eina vörnin. Höfundur er þjóðfræðingur og forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun