Rennibraut verði komin upp í Dalslaug í vor Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 10:48 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara kalli íbúa. Framkvæmdastjóri Sportís, sem átti lægsta tilboð, segir að nýja rennibrautin muni svipa mjög til þeirrar sem er í Vatnaveröld í Reykjanesbæ sem sjá má á myndinni. Aðsend/Reykjavíkurborg Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári. Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira