Um narsisisma og greiningarskilmerki Sigrún Arnardóttir skrifar 16. september 2022 08:30 Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun