Það kostar að skulda Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. september 2022 07:30 Sannleikurinn er að það er margt sem sameinar okkur á Alþingi einfaldlega vegna þess að við erum hluti af sömu þjóð. Það er ekki þannig að allir séu ósammála um allt og nú þegar umræða fer fram um fjárlagafrumvarp, mikilvægasta mál haustsins, þá er það einfaldlega ekki svo að þar sé allt vonlaust. Umræðan inni í þingsal snýst hins vegar eðlilega um það sem aðgreinir okkur. Um pólitíkina. Fjárlagapólitík snýst í reynd bara um einfalda en mikilvæga spurningu: Hvernig samfélag viljum við? Hvernig virkar samfélag okkar best? Hvað er það sem gerir okkur stolt af samfélagsgerðinni okkar? Og af okkur sem þjóð? Fjárlög eiga að vera leiðin að þessu markmiði. Þetta fjárlagafrumvarp hefur meiri þýðingu en oft áður, í ljósi verðbólgu, komandi kjarasamninga og hver staða heimilanna er þegar afborganir af lánum bólgna hratt. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Frumvarpið hljóðar upp á næstum 90 milljarða króna halla. Þessi staðreynd fær merkilega litla athygli. Ríkisstjórnin kýs sjálf að segja þannig frá að afkoman sé betri en reiknað hafði verið með. En þegar fjármálaáætlun var samþykkt í vor var gert ráð fyrir 82,5 milljarða halla. Það þarf að ræða það af alvöru að það er dýrt fyrir samfélagið að skulda. Heimilin á Íslandi þekkja það vel. Það er dýrt að skulda. En þetta er líka veruleiki íslenska ríkisins. Reikningurinn skilinn eftir á borðinu Fjórði stærsti útgjaldaliður íslenska ríkisins er vaxtakostnaður. Allir sem vilja verja lífskjör og velferðina hljóta að vilja komast hjá því að einn stærsti útgjaldaliður ríkisins séu vaxtagreiðslur. Að hægt sé að verja fjármunum í mikilvæg mál í þágu almannahagsmuna. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að flytja skuldavandann yfir á næstu ríkisstjórn. Reikningurinn er einfaldlega skilinn eftir fyrir næstu stjórn og um leið fyrir þau sem eru yngri í samfélaginu. Ríkisstjórnin er þar í hlutverki týpunnar sem stendur upp frá borði á veitingastað og skilur aðra eftir með reikninginn fyrir matnum. Sá leikur þykir ekki flottur. Hallinn er 89 milljarðar en aðgerðir fjármálaráðherra til að hagræða og sýna aðhald veikburða. Hann boðar m.a. lækkun á ferðakostnaði ríkisins og 36 milljón króna lækkun á framlagi til stjórnmálaflokka. Frestun viðbyggingar við stjórnarráðið um ár, upp á 850 milljónir. Samanlagt nær þetta ekki einu prósenti af vandanum. Fjármálaráðherra talar líka um að ríkisfjármál þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um verðbólgu. Hann segir hins vegar minna um hvernig hann vill gera það. Ríkið hefur stóru hlutverki að gegna um að halda aftur af verðbólgunni en tekur fá skref - og fjölskyldur landsins taka reikninginn af aðgerðaleysinu. Og Seðlabankinn biður fólk um að hætta bara að eyða peningum. Íslensku heimsmetin Sem þjóð eigum við sennilega heimsmet í fjölda ráðherra miðað við höfðatölu og mögulega líka í fjölda ríkisstofnana miðað við höfðatölu. Fjármálaráðherra talar um tækifæri í einfaldara ríkiskerfi og sameiningu ríkisstofnana. Tillögur til að fylgja eftir þessum hugmyndum er ekki heldur að finna í frumvarpinu. Ríkisstjórnin þurfti hins vegar ekki nema nokkrar vikur til að stofna ný ráðuneyti og fjölga ráðherrum síðasta haust. Kostnaður upp á einhverja milljarða reyndist það. Sameiningar stofnana hefðu verið prýðisgóð leið til hagræðingar en um leið til að styrkja stofnanir. Hér er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt og skapa nýjar lausnir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er sú fjölmennasta í meira en áratug. Eftir hrun var farið í að sameina ráðuneyti og fækka þeim. Kostnaður réði vissulega miklu en ekki síður sú staðreynd að minni ráðuneyti voru veikari. Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar hefði verið veikur, ekki síst vegna smæðar eininga. Það kallaði á átak í sameiningu ráðuneyta og stofnana. Byrðar á millitekjuhópana Markmið fjárlagafrumvarpsins er verja viðkvæmustu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar. Þetta er grundvallarmarkmið og ég er viss um að Alþingi stendur sameinað um það. En tekjuöflun ríkisins felst á sama tíma fyrst og fremst í að auka byrðar millitekjufólks, t.d. ungs fólks sem finnur nú þegar illilega fyrir hærri vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi út í samfélaginu. Þetta eru hækkanir á gjöldum sem hafa bein áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Og umhugsunarverðar í ljósi markmiðsins um að vinna gegn verðbólgu. En á sama tíma og alls konar gjöld taka hækkunum þá er staðan um veiðigjöldin önnur. Það verður 3 milljörðum lægra en það var árið 2018. Veiðigjöld standa sem stendur varla undir fiskveiðieftirliti. Orðið veiðigjald heyrist ekki þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar tala um fjárlagafrumvarpið. Og orð innviðaráðherra um „annars konar gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni“ frá því í sumar virðast hafa gleymst. Þjóðin vill sterkt heilbrigðiskerfi Heilbrigðismálin eru stærsti liður fjárlaganna og sá málaflokkur sem þjóðin er einhuga um að vilja verja og vill efla. Þar blasir við vandi sem þarf að bregðast við annarsvegar til skemmri tíma og hinsvegar til lengri tíma. Hér þarf framtíðarsýn fyrir heilbrigðiskerfið. Það þarf að tækla verðbólguna til að geta staðið undir heilbrigðiskerfinu til framtíðar og háar vaxtagreiðslur bitna á innviðafjárfestingu. Á meðan blasa áskoranir blasa við. Sérfræðilæknar skila sér ekki heim eftir sérfræðinám erlendis. Hjúkrunarfræðingar hverfa til annarra starfa. Heilbrigðisstarfsfólk er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Íslands þarf að standast samkeppni að utan. Við höfum talað fyrir þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, hjúkrunarfræðinga þar á meðal. Það er mikilvægur þáttur um að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Viðreisn hefur áður lagt fram þingsályktun um slíka þjóðarsátt. Samningar við sérfræðilækna þjóna sama tilgangi og augljóst hagsmunamál fyrir samfélagið allt að þeir náist fram. Í heilbrigðismálum þarf annað og meira en ritdeilur ráðherra sem skila sömu niðurstöðunni og undanfarin 5 ár: Að ekkert gerist. Svörin verða að vera skýr Umræða um fjármál á að vera skýr því hún snýst um grundvallarafstöðu. Það er erfiðara að tala skýrt en að fara um víðan völl. Þegar fjárlagafrumvarpið er rýnt þarf að hafa tvennt í huga: hvað stendur þar en ekki síður hvað stendur ekki í fjárlagafrumvarpinu. Þögnin segir stundum heilmikla sögu af því hver pólitíkin er. Svo er um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er gott að hallinn er að minnka en það virðist ekki kjarkur til að taka markviss skref um hagræðingu í ríkisrekstri. Hagræðing er liður í verja lífskjör almennings, í að verja samkeppnishæfni og velferðina og liður í því að ná tökum á verðbólgu. Það er heldur ekki litið til þess að það sé skynsemi og sanngirni í gjaldtökum. Álögur eru lagðar á millitekjufólk sem nú þegar glímir við verðbólgu og hækkandi vexti. Á meðan heyrist orðið veiðigjald ekki. Og það vantar bæði svör og metnað fyrir hönd heilbrigðiskerfisins; í þágu sjúklinga, aðstandenda sjúklinga og starfsfólks. Stærsta einkenni fjárlagafrumvarpsins er að stórum spurningum er ósvarað. Það er ekki að finna skýr svör. Verkefnin eru skilin eftir ókláruð. Vandanum er velt yfir til annarra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er að það er margt sem sameinar okkur á Alþingi einfaldlega vegna þess að við erum hluti af sömu þjóð. Það er ekki þannig að allir séu ósammála um allt og nú þegar umræða fer fram um fjárlagafrumvarp, mikilvægasta mál haustsins, þá er það einfaldlega ekki svo að þar sé allt vonlaust. Umræðan inni í þingsal snýst hins vegar eðlilega um það sem aðgreinir okkur. Um pólitíkina. Fjárlagapólitík snýst í reynd bara um einfalda en mikilvæga spurningu: Hvernig samfélag viljum við? Hvernig virkar samfélag okkar best? Hvað er það sem gerir okkur stolt af samfélagsgerðinni okkar? Og af okkur sem þjóð? Fjárlög eiga að vera leiðin að þessu markmiði. Þetta fjárlagafrumvarp hefur meiri þýðingu en oft áður, í ljósi verðbólgu, komandi kjarasamninga og hver staða heimilanna er þegar afborganir af lánum bólgna hratt. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Frumvarpið hljóðar upp á næstum 90 milljarða króna halla. Þessi staðreynd fær merkilega litla athygli. Ríkisstjórnin kýs sjálf að segja þannig frá að afkoman sé betri en reiknað hafði verið með. En þegar fjármálaáætlun var samþykkt í vor var gert ráð fyrir 82,5 milljarða halla. Það þarf að ræða það af alvöru að það er dýrt fyrir samfélagið að skulda. Heimilin á Íslandi þekkja það vel. Það er dýrt að skulda. En þetta er líka veruleiki íslenska ríkisins. Reikningurinn skilinn eftir á borðinu Fjórði stærsti útgjaldaliður íslenska ríkisins er vaxtakostnaður. Allir sem vilja verja lífskjör og velferðina hljóta að vilja komast hjá því að einn stærsti útgjaldaliður ríkisins séu vaxtagreiðslur. Að hægt sé að verja fjármunum í mikilvæg mál í þágu almannahagsmuna. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að flytja skuldavandann yfir á næstu ríkisstjórn. Reikningurinn er einfaldlega skilinn eftir fyrir næstu stjórn og um leið fyrir þau sem eru yngri í samfélaginu. Ríkisstjórnin er þar í hlutverki týpunnar sem stendur upp frá borði á veitingastað og skilur aðra eftir með reikninginn fyrir matnum. Sá leikur þykir ekki flottur. Hallinn er 89 milljarðar en aðgerðir fjármálaráðherra til að hagræða og sýna aðhald veikburða. Hann boðar m.a. lækkun á ferðakostnaði ríkisins og 36 milljón króna lækkun á framlagi til stjórnmálaflokka. Frestun viðbyggingar við stjórnarráðið um ár, upp á 850 milljónir. Samanlagt nær þetta ekki einu prósenti af vandanum. Fjármálaráðherra talar líka um að ríkisfjármál þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um verðbólgu. Hann segir hins vegar minna um hvernig hann vill gera það. Ríkið hefur stóru hlutverki að gegna um að halda aftur af verðbólgunni en tekur fá skref - og fjölskyldur landsins taka reikninginn af aðgerðaleysinu. Og Seðlabankinn biður fólk um að hætta bara að eyða peningum. Íslensku heimsmetin Sem þjóð eigum við sennilega heimsmet í fjölda ráðherra miðað við höfðatölu og mögulega líka í fjölda ríkisstofnana miðað við höfðatölu. Fjármálaráðherra talar um tækifæri í einfaldara ríkiskerfi og sameiningu ríkisstofnana. Tillögur til að fylgja eftir þessum hugmyndum er ekki heldur að finna í frumvarpinu. Ríkisstjórnin þurfti hins vegar ekki nema nokkrar vikur til að stofna ný ráðuneyti og fjölga ráðherrum síðasta haust. Kostnaður upp á einhverja milljarða reyndist það. Sameiningar stofnana hefðu verið prýðisgóð leið til hagræðingar en um leið til að styrkja stofnanir. Hér er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt og skapa nýjar lausnir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er sú fjölmennasta í meira en áratug. Eftir hrun var farið í að sameina ráðuneyti og fækka þeim. Kostnaður réði vissulega miklu en ekki síður sú staðreynd að minni ráðuneyti voru veikari. Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar hefði verið veikur, ekki síst vegna smæðar eininga. Það kallaði á átak í sameiningu ráðuneyta og stofnana. Byrðar á millitekjuhópana Markmið fjárlagafrumvarpsins er verja viðkvæmustu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar. Þetta er grundvallarmarkmið og ég er viss um að Alþingi stendur sameinað um það. En tekjuöflun ríkisins felst á sama tíma fyrst og fremst í að auka byrðar millitekjufólks, t.d. ungs fólks sem finnur nú þegar illilega fyrir hærri vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi út í samfélaginu. Þetta eru hækkanir á gjöldum sem hafa bein áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Og umhugsunarverðar í ljósi markmiðsins um að vinna gegn verðbólgu. En á sama tíma og alls konar gjöld taka hækkunum þá er staðan um veiðigjöldin önnur. Það verður 3 milljörðum lægra en það var árið 2018. Veiðigjöld standa sem stendur varla undir fiskveiðieftirliti. Orðið veiðigjald heyrist ekki þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar tala um fjárlagafrumvarpið. Og orð innviðaráðherra um „annars konar gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni“ frá því í sumar virðast hafa gleymst. Þjóðin vill sterkt heilbrigðiskerfi Heilbrigðismálin eru stærsti liður fjárlaganna og sá málaflokkur sem þjóðin er einhuga um að vilja verja og vill efla. Þar blasir við vandi sem þarf að bregðast við annarsvegar til skemmri tíma og hinsvegar til lengri tíma. Hér þarf framtíðarsýn fyrir heilbrigðiskerfið. Það þarf að tækla verðbólguna til að geta staðið undir heilbrigðiskerfinu til framtíðar og háar vaxtagreiðslur bitna á innviðafjárfestingu. Á meðan blasa áskoranir blasa við. Sérfræðilæknar skila sér ekki heim eftir sérfræðinám erlendis. Hjúkrunarfræðingar hverfa til annarra starfa. Heilbrigðisstarfsfólk er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Íslands þarf að standast samkeppni að utan. Við höfum talað fyrir þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, hjúkrunarfræðinga þar á meðal. Það er mikilvægur þáttur um að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Viðreisn hefur áður lagt fram þingsályktun um slíka þjóðarsátt. Samningar við sérfræðilækna þjóna sama tilgangi og augljóst hagsmunamál fyrir samfélagið allt að þeir náist fram. Í heilbrigðismálum þarf annað og meira en ritdeilur ráðherra sem skila sömu niðurstöðunni og undanfarin 5 ár: Að ekkert gerist. Svörin verða að vera skýr Umræða um fjármál á að vera skýr því hún snýst um grundvallarafstöðu. Það er erfiðara að tala skýrt en að fara um víðan völl. Þegar fjárlagafrumvarpið er rýnt þarf að hafa tvennt í huga: hvað stendur þar en ekki síður hvað stendur ekki í fjárlagafrumvarpinu. Þögnin segir stundum heilmikla sögu af því hver pólitíkin er. Svo er um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er gott að hallinn er að minnka en það virðist ekki kjarkur til að taka markviss skref um hagræðingu í ríkisrekstri. Hagræðing er liður í verja lífskjör almennings, í að verja samkeppnishæfni og velferðina og liður í því að ná tökum á verðbólgu. Það er heldur ekki litið til þess að það sé skynsemi og sanngirni í gjaldtökum. Álögur eru lagðar á millitekjufólk sem nú þegar glímir við verðbólgu og hækkandi vexti. Á meðan heyrist orðið veiðigjald ekki. Og það vantar bæði svör og metnað fyrir hönd heilbrigðiskerfisins; í þágu sjúklinga, aðstandenda sjúklinga og starfsfólks. Stærsta einkenni fjárlagafrumvarpsins er að stórum spurningum er ósvarað. Það er ekki að finna skýr svör. Verkefnin eru skilin eftir ókláruð. Vandanum er velt yfir til annarra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun