FCK tók á móti Sevilla í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og í kvöld mætir Silkeborg liði West Ham í Sambandsdeildinni.
Eins og fram kom í leikdagspistli Runólfs Trausta Þórhallssonar sem var á Parken í gær þá voru spænskir stuðningsmenn Sevilla þar í miklum minnihluta, eða aðeins 67 gegn tæplega 35.000 stuðningsmönnum FCK.
Spánverjarnir voru hins verðlaunaðir fyrir að gera sér ferð til Danmerkur og fengu frían bjór á Parken, eins og sjá má hér að neðan, og kættust mjög yfir að fá söngvatn til að skála í.
Salud @SevillaFC
— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022
Thanks for traveling to Copenhagen #fcklive #ucl #copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/HUhtWxMkGm
Forráðamenn Silkeborgar vildu svo greinilega ekki vera minni menn því að þegar stuðningsmenn West Ham mættu til að sækja sér miða á leikinn í Silkeborg í dag fengu þeir þar frían bjór í boði danska félagsins.
Unbelievable from @SilkeborgIF who have provided the @WestHam fans with a free beer whilst collecting our tickets for the match tonight
— Aaron Hinton (@aaronhinton) September 15, 2022
Denmark, probably the best country in the world pic.twitter.com/pOfbaIYKxq