Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Snorri Másson skrifar 15. september 2022 11:55 Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“ ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55