Bergið, headspace. Andleg heilsa unga fólksins Guðmundur Fylkisson skrifar 15. september 2022 11:30 Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar