Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevlla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. „Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
„Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira