„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 21:46 Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir mikla reiði í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10