Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 19:29 Ein sprengja var sprengd við FSU á dögunum. Skjáskot Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. Í vikunni tóku Lögreglunni á Suðurlandi að berast tilkynningar um að börn og ungmenni á Suðurlandi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Myndböndum af sprengingum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Þá myndast gastegundir við sprenginguna sem geta skaðað lungu. Í gær voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir til að eyða svona sprengju. „Við vorum með leifar af svona sprengju sem að slökkviliðið var búið að tryggja og síðan þurfti bara að farga því.“ Oddur segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar af athæfi sem þessu. Efnin sem notuð eru til að gera umræddar sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar. Sprengjunum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á Selfossi meðal annars við skóla og á almenningssvæðum.Vísir/Egill Í nokkrum tilvikum hefur náðst að finna út hvaða ungmenni voru að verki en í þeim tilvikum hefur verið rætt við þau í samráði við verið við þau í samstarfi við barnavernd. „Eitt sem er vinsælt í þessum það er að taka myndbönd af athæfinu og við lifum í þessum TikTokheimi og menn eru að skapa sér einhverja stöðu þar og það þýðir þá líka að við sjáum það og getum þá gripið inn í. Það er ágætt ef að menn senda mynd af sér að brjóta af sér.“ Lögreglumál Barnavernd Árborg Tengdar fréttir Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Í vikunni tóku Lögreglunni á Suðurlandi að berast tilkynningar um að börn og ungmenni á Suðurlandi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Myndböndum af sprengingum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Þá myndast gastegundir við sprenginguna sem geta skaðað lungu. Í gær voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir til að eyða svona sprengju. „Við vorum með leifar af svona sprengju sem að slökkviliðið var búið að tryggja og síðan þurfti bara að farga því.“ Oddur segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar af athæfi sem þessu. Efnin sem notuð eru til að gera umræddar sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar. Sprengjunum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á Selfossi meðal annars við skóla og á almenningssvæðum.Vísir/Egill Í nokkrum tilvikum hefur náðst að finna út hvaða ungmenni voru að verki en í þeim tilvikum hefur verið rætt við þau í samráði við verið við þau í samstarfi við barnavernd. „Eitt sem er vinsælt í þessum það er að taka myndbönd af athæfinu og við lifum í þessum TikTokheimi og menn eru að skapa sér einhverja stöðu þar og það þýðir þá líka að við sjáum það og getum þá gripið inn í. Það er ágætt ef að menn senda mynd af sér að brjóta af sér.“
Lögreglumál Barnavernd Árborg Tengdar fréttir Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17