Innherji á Vísi færður fyrir aftan greiðsluvegg Tinni Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:01 Innherji býður lesendum sínum upp á dýpri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. vísir Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur. Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum. Fjölmiðlar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum.
Fjölmiðlar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira