Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 15:01 Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis. Vísir/Egill Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“ Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“
Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43