Takk fyrir ekkert Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. september 2022 20:00 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun