Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. september 2022 15:35 Guðni Th. Jóhannesson á setningu Alþingis í nóvember 2021 Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira