Látum ekki deigan síga í baráttunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. september 2022 10:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar