„Afi Palli“ er vinsæll í leikskólanum á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2022 20:07 “Afi Palli” er vinsæll í leikskólanum á Flúðum hjá krökkunum en hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem kann mjög vel við sig í nýja starfinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börnin í leikskólanum á Flúðum eru alsæl með að vera búin að fá „afa“ í leikskólann sinn enda er hann alltaf kallaður „Afi Palli“. Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira