„Afi Palli“ er vinsæll í leikskólanum á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2022 20:07 “Afi Palli” er vinsæll í leikskólanum á Flúðum hjá krökkunum en hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem kann mjög vel við sig í nýja starfinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börnin í leikskólanum á Flúðum eru alsæl með að vera búin að fá „afa“ í leikskólann sinn enda er hann alltaf kallaður „Afi Palli“. Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira