Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 09:01 Fáir standa eftir úr leikmannahópi Shakhtar síðan í fyrra vegna ástandsins í Úkraínu. Milos Bicanski/Getty Images Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira