Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Ólafur Stephensen skrifar 12. september 2022 10:31 Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar