Á sandi byggði heimskur maður hús Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2022 18:02 Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun