Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 17:24 Friðrik Jónsson formaður Bandalags háskólamanna segir sjálfsagt að skoða hugmyndir á borð við íslenskukennslu starfsfólks á vinnutíma í kjarasamningsviðræðum. Vísir/Arnar Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sagði í aðsendri grein í Vísi á föstudaginn að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur einnig tekið þátt í umræðunni en hún sagði að alls ekki hefði verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Fullkomlega ósammála Sólveigu Önnu Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, kveðst fullkomlega ósammála Sólveigu Önnu. Hann segir orð hennar beinlínis sýna hroka, enda sé það öllum í hag að fólk af erlendu bergi brotnu sem komi hingað til lands að vinna, læri íslensku. „Mín skoðun er bara mjög einföld í þessu. Við eigum að skoða allar leiðir til þess að efla íslenskukennslu fyrir þá sem flytja til landsins. Og ef það er hægt að beita kjarasamningum með einhverjum hætti í þeim efnum þá er um að gera að skoða það. Það er ekkert nema jákvætt fyrir vinnuaflið, atvinnurekendur og fyrir samfélagið í heild. Mér dettur ekki til hugar að afneita svona hugmyndum einn, tveir og þrír. Bara alls ekki. Ef við getum fundið flöt á þessu og ef kjarasamningar geta verið möguleg leið til að auðvelda þetta þá er bara sjálfsagt að skoða það. Nema hvað. Ég gæti ekki verið meira ósammála Sólveigu Önnu. Ég skildi ekki þessi viðbrögð, mér fannst þau hrokafull,“ segir Friðrik. Íslenskukennsla allra hagur Friðrik segir lykilatriði í réttindabaráttu að fólk geti áttað sig á réttindum sínum á vinnumarkaði. „Það er eitt af því sem við rekumst mjög oft á það með erlent vinnuafl, sem ekki kann íslenskuna, að það er auðveldara að blekkja – eða erfiðara fyrir þau að átta sig á því hver réttindi þeirra eru á íslenskum vinnumarkaði – og að réttindin séu í raun jafnvíðtæk og raun ber vitni. Góðar hugmyndir, sérstaklega sem eru í áttina að því að hjálpa nýjum Íslendingum að aðlagast íslensku samfélagi, við hljótum að skoða það fyrst áður en við höfnum því. Bara af því okkur líst ekki á hver sagði þetta,“ segir Friðrik. „Allar góðar hugmyndir um það hvernig við hjálpum nýjum Íslendingum að aðlagast íslensku samfélagi eru vel þegnar og verðugar skoðunar. Og ef kjarasamningar geta átt þátt í því að auðvelda þessa aðlögun þá er bara um að gera að skoða það. Allir græða á því; það er allra hagur,“ bætir hann við. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Stéttarfélög Kjaramál Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir „Alls ekki verið nóg gert“ Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. 10. september 2022 21:28 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sagði í aðsendri grein í Vísi á föstudaginn að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur einnig tekið þátt í umræðunni en hún sagði að alls ekki hefði verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Fullkomlega ósammála Sólveigu Önnu Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, kveðst fullkomlega ósammála Sólveigu Önnu. Hann segir orð hennar beinlínis sýna hroka, enda sé það öllum í hag að fólk af erlendu bergi brotnu sem komi hingað til lands að vinna, læri íslensku. „Mín skoðun er bara mjög einföld í þessu. Við eigum að skoða allar leiðir til þess að efla íslenskukennslu fyrir þá sem flytja til landsins. Og ef það er hægt að beita kjarasamningum með einhverjum hætti í þeim efnum þá er um að gera að skoða það. Það er ekkert nema jákvætt fyrir vinnuaflið, atvinnurekendur og fyrir samfélagið í heild. Mér dettur ekki til hugar að afneita svona hugmyndum einn, tveir og þrír. Bara alls ekki. Ef við getum fundið flöt á þessu og ef kjarasamningar geta verið möguleg leið til að auðvelda þetta þá er bara sjálfsagt að skoða það. Nema hvað. Ég gæti ekki verið meira ósammála Sólveigu Önnu. Ég skildi ekki þessi viðbrögð, mér fannst þau hrokafull,“ segir Friðrik. Íslenskukennsla allra hagur Friðrik segir lykilatriði í réttindabaráttu að fólk geti áttað sig á réttindum sínum á vinnumarkaði. „Það er eitt af því sem við rekumst mjög oft á það með erlent vinnuafl, sem ekki kann íslenskuna, að það er auðveldara að blekkja – eða erfiðara fyrir þau að átta sig á því hver réttindi þeirra eru á íslenskum vinnumarkaði – og að réttindin séu í raun jafnvíðtæk og raun ber vitni. Góðar hugmyndir, sérstaklega sem eru í áttina að því að hjálpa nýjum Íslendingum að aðlagast íslensku samfélagi, við hljótum að skoða það fyrst áður en við höfnum því. Bara af því okkur líst ekki á hver sagði þetta,“ segir Friðrik. „Allar góðar hugmyndir um það hvernig við hjálpum nýjum Íslendingum að aðlagast íslensku samfélagi eru vel þegnar og verðugar skoðunar. Og ef kjarasamningar geta átt þátt í því að auðvelda þessa aðlögun þá er bara um að gera að skoða það. Allir græða á því; það er allra hagur,“ bætir hann við. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið:
Stéttarfélög Kjaramál Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir „Alls ekki verið nóg gert“ Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. 10. september 2022 21:28 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
„Alls ekki verið nóg gert“ Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. 10. september 2022 21:28
Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30