Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:25 Með breyttu loftlsagi er hætta á aukinni tíðni náttúruhamfara. Vísir/RAX Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“ Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“
Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30