Söguleg skólamunastofa heyrir sögunni til Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 23:19 Pétur Hafþór Jónsson er fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla. Stöð 2 Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil. Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum. Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira