Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 13:31 Sjáland fær að vera áfram í Garðabænum. Vísir/Vilhelm Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira