„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 09:31 Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni við Raphael Guerreiro fyrr í vikunni. Joachim Bywaletz/Getty Images „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira