De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 07:02 Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland er blanda sem bara virkar. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland. Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira