Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2022 10:00 Selfyssingar fagna sigrinum í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili. selfoss Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti
Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00