Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 08:59 Ástandið í heröðunum Sindh og Balochistan er grafalvarlegt þessa stundina. Hér má sjá loftmynd af bænum Jamshoro í Sindh. EPA/STR Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir. Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir.
Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39
Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09
Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent