Minnst tíu stungin til bana í Kanada Árni Sæberg skrifar 4. september 2022 22:33 Lögreglan í Kanada leitar tveggja manna í tengslum við árásirnar. Mert Alper Dervis Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira