Fatlað fólk fær ekki rafræn skilríki á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2022 13:05 Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar, sem segir fáránlegt að fatlað folk á Íslandi geti ekki fengið rafræn skilríki. Aðsend Formaður Þroskahjálpar segir að það sé verið að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki á Íslandi, því að bankastofnanir og opinberir aðilar vilja ekki veita fólki með þroskahömlun, einhverfu og skyldar fatlanir rafræn skilríki. Ástæðan er sú að þessi hópur fær ekki rafræn skilríki er sú að það getur oft ekki valið fjögurra stafa PIN númer og lagt það á minnið, án aðstoðar eða leiðbeiningar. í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira