„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Snorri Másson skrifar 1. september 2022 19:18 Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir. Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir.
Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16
Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00