Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Vísir/Arnar Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira